Snæfell lagði KR í úrslitum Lengjubikarsins

Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 33 stig fyrir Snæfell í dag.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 33 stig fyrir Snæfell í dag. mbl.is/Ómar

Snæfell lagði KR í úrslitum Lengjubikarkeppninnar í körfuknattleik karla í dag, 97:93. Þetta er í þriðja sinn sem Snæfell vinnur þessa keppni sem fór fyrst fram árið 1997. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 33 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson skoraði 20. Hreggviður Magnússon var stigahæstur í liði KR með 24 stuig en Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu, 17 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar.


Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 33/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/7 fráköst, Sean Burton 18, Atli Rafn Hreinsson 10/6 fráköst, Lauris Mizis 9/5 fráköst, Ryan Amaroso 6/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 1, Egill Egilsson 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Gunnlaugur Smárason 0, Hlynur Hreinsson 0, Kristján Andrésson 0.

KR: Hreggviður Magnússon 24/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/17 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Agust  Angantynsson 2/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 0, Illugi Auðunsson 0, Martin Hermannsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Gudni Eirikur Gudmundsson


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert