Lithái til liðs við ÍR-inga

ÍR-ingar fagna góðum sigri á síðasta tímabili.
ÍR-ingar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. mbl.is/Ómar Óskarsson

Körfuknattleikslið ÍR hefur fengið til sín leikmann frá Litháen fyrir komandi keppnistímabil. Hann heitir Karolis Marcinkevicius og er 27 ára gamall leikstjórnandi og skotbakvörður.

Marcinkevisius lék á síðasta tímabili í litháísku 2. deildinni og í tilkynningu frá ÍR-ingum segir að þeir vonist eftir því að hann styrki liðið og leikmannahópinn því nokkrir lykilmanna liðsins hafi átt við erfið meiðsli að stríða.

ÍR-ingar mæta Keflvíkingum á útivelli í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla á fimmtudagskvöldið kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert