Snæfell virðist óstöðvandi

Jón Ólafur Jónsson
Jón Ólafur Jónsson mbl.is/Golli

Snæfell er Meistari meistaranna í körfuknattleik karla eftir 101:93 sigur á Grindavík í Stykkishólmi kvöld. Snæfell er þar með handhafi allra bikara sem keppt er um.

Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 25/4 fráköst, Ryan Amaroso 22/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/13 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 20/13 stoðsendingar, Lauris Mizis 4, Emil Þór Jóhannsson 2, Atli Rafn Hreinsson 2, Kristján Andrésson 2, Egill Egilsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Gunnlaugur Smárason 0, Birgir Pétursson 0.

Grindavik: Andre Smith 23/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 19/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 17/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/7 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 12, Helgi Björn Einarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Ármann Vilbergsson 2, Marteinn Guðbjartsson 0, Egill Birgisson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.

Dómarar: David Kr. Hreidarsson, Jón Bender

101:93 Snæfell hafði betur og þar gerði Pálmi Freyr Sigurgeirsson 26 stig, Ryan 22 og Jón Ólafur 21. Hjá Grindavík var Andre með 23 stig og Páll Axel 19

75:70 Heimamenn í Hólminum eru komnir yfir eftir að hafa unnið þriðja leikhluta 31:22. Ryan er með 20 stig og 11 fráköst hjá Snæfelli og þeir Sean og Jón Ólafur með 16 stig hvor. Hjá Grindavík er Páll Axel með 17 stig.

44:48 Háfleikur. Jón Ólafur og Ryan eru með 10 stig hvor fyrir Snæfell og sá síðarnefni með 6 fráköst. Sean Burton er með 7 stig og jafn margar stoðsendingar. Hjá Grindvíkingum er Guðlaugur með 12 stig og þeir Andre og Páll Axel Vilbergsson 10 stig hvor.

21:24 Jón Ólafur Jónsson og Ryan Amaroso eru með 6 stig hvor fyrir Snæfell og hjá Grindvíkingum er Andre Smith með 8 stig og Guðlaugur Eyjólfsson sjö.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert