Iverson í viðræðum við Besiktas í Tyrklandi

Allen Iverson.
Allen Iverson. Reuters

Allen Iverson, einn þekktasti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin 14 ár, er í viðræðum við tyrkneska félagið Besiktas. Iverson, sem var besti leikmaður NBA deildarinnar árið 2001 þegar Philadelphia 76‘ers lék til úrslita um titilinn, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri.

Hann hefur leikið með Philadelphia, Denver, Detroit og Memphis. Hann lék aðeins þrjá leiki með Memphis á síðustu leiktíð áður en hann gekk aftur í raðir Philadelphia. Hann var leystur undan samning að eigin ósk í mars s.l.  vegna veikinda í fjölskyldu hans.

Iverson er 35 ára gamall, en hann var valinn fyrstu allra í háskólavalinu árið 1996 af Philadelphia 76‘ers. Iverson hefur fjórum sinnum verið stigahæsti leikmaður deildarinnar en á ferlinum hefur Iverson skorað 26,7 stig að meðaltali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert