NBA: Sigurganga Lakers heldur áfram

Paul Gasol og Kobe Bryant eru lykilmenn í liði Lakers.
Paul Gasol og Kobe Bryant eru lykilmenn í liði Lakers. Reuters

LA Lakers vann í nótt auðveldan sigur á Portland, 121:96, í NBA-deildinni í körfuknattleik en leikið var í Staples Center höllinni í Los Angeles að viðstöddum tæplega 19.000 áhorfendum. Lakers hefur þar með unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu.

Lamar Odum skoraði 21 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 20 en Kobe Bryant hafði hægt um sig og skoraði einungis 12 stig. Gasol gerði gott betur en að skora stigin 20 því hann reif niður 14 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði þrennunni eftirsóttur í fjórða sinn á ferlinum.Hjá Portland var Andre Miller atkvæðamestur með 20 stig.

,,Við höfðum meiri orku og tökum einn leik í enu. Við erum ekki hugsa um nein met. Ég er ánægður með að við erum vinna og annars hefði þrennan litla þýðingu,“ sagði Gasol eftir leikinn.

Boston hafði betur gegn Oklahoma, 92:83. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 19 stig og Paul Pierce kom næstur með 18. Hjá Oklahoma var Kevin Durant lang stigahæstur með 34 stig.

Detroit hafði betur á móti Golden State 102:97. Richard Hamilton setti niður 27 stig fyrir Detroit og Rodney Stuckey 21 en hjá Golden State var Monta Ellis stigahæstur með 24 stig.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - New York 106:96
Detroit - Golden State 102:97
Boston - Oklahoma 92:83
Phoenix - Atlanta 118:114
Houston - Minnesota 120:94
LA Lakers - Portland 121:96

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert