Tindastóll áfram á sigurbraut

Lazar Trifunovic gerði 19 stig og tók 13 fráköst gegn …
Lazar Trifunovic gerði 19 stig og tók 13 fráköst gegn Haukum í kvöld. mbl.is/Skúli

Tindastóll vann annan leik sinn í röð í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið lagði Hamar að velli á Sauðárkróki, 92:78, í 7. umferð. Keflavík vann Hauka 101:88 og Snæfell vann ÍR í Breiðholtinu, 107:94.

Erlendu leikmennirnir í liði Tindastóls voru í aðalhlutverkum og gerði Bandaríkjamaðurinn Hayward Fain 23 stig og tók 11 fráköst. Dragoljub Kitanovic gerði 22 stig og tók 12 fráköst. Hjá gestunum var Andre Dabney með 23 stig og Darri Hilmarsson með 19.

Í Keflavík höfðu heimamenn yfirhöndina frá upphafi. Gunnar Einarsson var stigahæstur þeirra með 21 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 20, átti 15 stoðsendingar og tók 7 fráköst.  Gerald Robinson gerði 28 stig fyrir Hauka og tók heil 18 fráköst.

Í Seljaskóla hafði ÍR yfir lengi vel í leiknum en Íslandsmeistarar Snæfells náðu forystunni í lokaleikhlutanum. Sean Burton var stigahæstur gestanna með 26 stig og Jón Ólafur Jónsson gerði 24 auk þess að taka 6 fráköst og eiga 5 stoðsendingar. Hjá ÍR var Kelly Biedler með 30 stig og 11 fráköst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert