Dallas stöðvaði sigurgöngu Spurs

Dirk Nowitzki var öflugur með Dallas í nótt.
Dirk Nowitzki var öflugur með Dallas í nótt. Reuters

Dallas Mavericks stöðvaði 12 leikja sigurgöngu nágranna sinna í San Antonio Spurs í nótt með því að vinna sætan útisigur, 103:94, í slag Texasliðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Þýski risinn Dirk Nowitzki átti stóran þátt í sigrinum en hann hitti mjög vel og skoraði 26 stig fyrir Dallas. Manu Ginobili skoraði 31 stig fyrir Spurs sem hefur unnið 13 af fyrstu 15 leikjum sínum þrátt fyrir þetta tap.

Utah lagði meistara LA Lakers að velli í Saltvatnsborg, 102:96. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers en Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah og átti 12 stoðsendingar. Lakers missti niður 19 stiga forskot í leiknum.

Dwyane Wade skoraði 23 stig fyrir Miami Heat sem marði heimasigur á botnliði Philadelphia 76ers, 99:90.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Houston 99:89
Orlando - Cleveland 111:100
Boston - Toronto 110:101
Detroit - Milwaukee 103:89
Miami - Philadelphia 99:90
Indiana - Oklahoma City 106:110 (Eftir framlengingu)
San Antonio - Dallas 94:103
Denver - Chicago 98:97
Phoenix - LA Clippers 116:108
Utah - LA Lakers 102:96
Memphis - Golden State 116:111
Portland - New Orleans 78:97

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert