Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann KFÍ á Ísafirði,Snæfell heldur áfram á sigurbraut, lagði Stjörnuna og á Sauðárkróki komust heimamenn úr fallsæti með því að leggja Fjölni.
Snæfell - Stjarnan 99:87 (8:15, 42:45, 74:63)
Snæfell átti flottan þriðja leikhluta sem liðið vann 32:18 og lagði aþr með grunninn að sigrinum. Sex leikmenn gerðu meira en 10 stig en stigahæstur var Pálmi fyrirliði Sigurgeirsson með 18 stig en hjá gestunum gerði Marvin Valdimarsson 25 stig.
Tindastóll - Fjölnir 91:81 (15:15, 34:34, 65:61)
Erlendur leikmenn Tindastóls voru atkvæðamiklir, Fain með 25 stig, Kitanovic 23 og Cunningham 17 en hjá Fjölni var Tómas Tómasson með 26 stig.
KFÍ - Keflavík 90:105 (15:20, 32:46, 60:69)
Heimamönnum í KFÍ tókst að laga stöðuna aðeins í þriðja leikhluta sem þeir unnu 28:23 en Keflvíkingar voru aldrei á þeim buxunum að gefa of mikið eftir. Josey með 19 stig fyrir KFI og Knezevic 18 en hjá Keflavík var Sigurður Þorsteinsson með 28 stig og 14 fráköst.