Fjórða tap Lakers í röð

Zydrunas Ilgauskas hjá Miami og Richard Hamilton hjá Detroit í …
Zydrunas Ilgauskas hjá Miami og Richard Hamilton hjá Detroit í leik liðanna í nótt. Reuters

Meist­ar­ar Los Ang­eles Lakers töpuðu í nótt sín­um fjórða leik í röð í NBA-deild­inni í körfuknatt­leik, 109:99 í Hou­st­on, og það hef­ur ekki gerst í tæp fjög­ur ár.

Hou­st­on gerði út um leik­inn í fjórða leik­hluta þegar liðið skoraði 33 stig gegn 21 hjá Lakers. Þar var Shane Battier í aðal­hlut­verki en hann skaut Lakers hrein­lega í kaf á síðustu þrem­ur mín­út­um leiks­ins þegar hann gerði 11 stig, af þeim 17 sem hann skoraði í leikn­um. Kevin Mart­in skoraði 22 stig fyr­ir Hou­st­on en Kobe Bry­ant var stiga­hæst­ur hjá Lakers með 27 stig.

Bost­on Celtics lagði Port­land Trail Blazers að velli, 99:95, þar sem Paul Pierce skoraði 28 stig fyr­ir heima­menn en það var Ray Allen sem tryggði sig­ur­inn með þriggja stiga körfu í lok­in. Wesley Matt­hews skoraði 23 stig fyr­ir Port­land. Fimmti sig­ur Bost­on í röð og fimmta tap Port­land í röð.

Okla­homa City Thund­er þurfti þrjár fram­leng­ing­ar til að sigra New Jers­ey Nets á úti­velli, 123:120. Rus­sell West­brook átti stór­leik með Okla­homa en hann gerði 38 stig, tók 15 frá­köst og átti 9 stoðsend­ing­ar.

Le­Bron James skoraði 18 stig fyr­ir Miami Heat sem vann Detroit Pist­ons ör­ugg­lega, 97:72.

Botnlið LA Clip­p­ers lagði topplið San Ant­onio Spurs, 90:85, þar sem Bla­ke Griff­in skoraði 31 stig fyr­ir Clip­p­ers og tók 13 frá­köst.

Úrslit­in í nótt:

Atlanta - Memp­his 112:109
New Jers­ey - Okla­homa City 120:123 (eft­ir þrjár fram­leng­ing­ar)
Toronto - Washingt­on 127:108
Bost­on - Port­land 99:95
Miami - Detroit 97:72
Chicago - Or­lando 78:107
New Or­le­ans - Char­lotte 89:73
Dallas - Minnesota 100:86
Hou­st­on - LA Lakers 109:99
Den­ver - Milwaukee 105:94
Utah - Indi­ana 110:88
LA Clip­p­ers - San Ant­onio 90:85

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert