NBA: Spurs með mesta vinningshlutfallið

Tony Parker skoraði 19 stig fyrir Spurs.
Tony Parker skoraði 19 stig fyrir Spurs. Reuters

Gott gengið San Antonio Spurs í NBA-deildinni heldur áfram. Í nótt lagði liðið New Orleans, 109:84. Spurs hefur unnið 17 leiki á leiktíðinn en tapað 3 og er með mesta vinningshlutfall allra liða í deildinni.

Tony Parker skoraði 19 stig fyrir Spurs og átt 6 stoðsendingar.Chris Paul var atkvæðamestur í liði New Orleans með 16 stig.

Boston vann auðveldan sigur á New Jersey, 100:75. Rajon Rondo skoraði 21 stig fyrir Boston, tók 6 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Glen Davis sett 16 stig og Kevin Garnett 14. Hjá New Jersey va Jordan Farmar með 16 stig.

Wesley Matthews var með 26 stig í liði Portland sem lagði Los Angeles Clippers, 100:91. Hjá Clippers var Eric Gordon stigahæstur með 24 stig.

Úrslitin í nótt:

SA Spurs - New Orleans 109:84
Boston - New Jersey 100:74
Portland - LA Clippers 100:91
Detroit - Cleveland 102:92
Phoenix - Washington 125:108
New York - Toronto 116:99
Oklahoma - Golden State 114:109
Memphis - Denver 108:109

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert