Heil umferð var leikin í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Snæfellingar höfðu betur í stórleiknum gegn KR í Hólminum og unnu með 14 stiga mun og í Grindavík höfðu heimamenn betur gegn grönnum sínum í Keflavík, 79:75.
Páll Axel Vilbergsson var atkvæðamestur í liði Grindvíkinga með 15 stig en hjá Keflvíkingum var Hörður Axel Vihjálmsson stigahæstur með 18 stig.
Á Ísafirði hrósuðu Haukar sigur gegn KFÍ í nýliðaslagnum í æsispennandi leik, 77:75. Semaj Inge setti 34 stig fyrir Hauka en hjá Ísfirðingum var Nebojsa Knezivic með 18 stig.
Stjörnumenn áttu ekki í vandræðum með Hamarsmenn og lönduðu öruggum sigri á heimavelli sínum í Garðabæ, 83:62. Justin Shouse skoraði 21 stig fyrir Garðabæjarliðið og Ellert Arnarson 18 fyrir Fjölnismenn.
ÍR-ingar unnu góðan sigur á Fjölnismönnum, 107:99. Kristinn Jónasson skoraði 22 stig fyrir ÍR-inga en hjá Fjölni var Ben Stywall.
Tindastóll vann öruggan sigur á Njarðvík á Sauðárkróki, 78:65. Hayward var atkvæðamestur Stólanna með 26 stig en hjá Njarðvíkingum skoraði Christopher Smith 17 stig.