Kobe Bryant tyggði LA Lakers sigurinn gegn Philadelpiha í NBA-deildinni í nótt. Lakers hafði betur, 102:98, og skoraði Bryant síðustu fjögur stig Lakers þegar skammt var eftir af leiknum.
Kobe Bryant skoraði 33 stig, Paul Gasol kom næstur með 20 stig og Lamar Odom 18. Jrue Holiday setti niður 19 stig fyrir Philadelphia.
Chicago er á góðri siglinu en liðið New Jersey, 90:81 og hefur unnið 12 af síðustu 14 leikjum sínum. Carlos Boozer skoraði 20 stig fyrir Chicago og tók 15 fráköst. Brook Lopez var stigahæstur hjá New Jersey með 19 stig.
Boston mátti sætta sig við tal gegn New Orleans, 83:81. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans en hjá Boston, sem lék án Kevin Garnetts sem er meiddur, var Ray Allen stigahæstur með 18 stig.
Phoenix vann öruggan sigur á Detroit, 92:75. Vince Carter og Jared Dudley skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix en hjá Detroit var Ben Gordon atkvæðamestur með 19 stig.
Úrslitin í nótt:
Golden State - Charlotte 96:95
Chicago - Charlotte 90:81
Indiana - Washington 95:86
Houston - Toronto 114:105
Oklahoma - Atlanta 103:94
LA Lakers - Philadelphia 102:98
Phoenix - Detroit 92:75