Boston lagði San Antonio

George Hill hjá San Antonio og Nate Robinson hjá Boston …
George Hill hjá San Antonio og Nate Robinson hjá Boston eigast við í leik liðanna í nótt. Reuters

Boston Celtics lagði San Antonio Spurs að velli, 105:103, í uppgjöri efstu liða Austur- og Vesturdeilda NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Manu Ginobili var hársbreidd frá því að jafna þegar 2 sekúndur voru efftir en Rajon Rondo gómaði boltann, tók sitt 10. frákast fyrir Boston í leiknum og leiktíminn rann út. Þar með náði Rondo þrefaldri tvennu en hann átti hvorki fleiri né færri en 22 stoðsendingar og skoraði 12 stig.

Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Ginobili var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig.

Kobe  Bryant skoraði 24 stig fyrir LA Lakers sem vann Phoenix Suns á útivelli, 99:95.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Toronto 105:120
New Jersey - Chicago 96:94
Orlando - Milwaukee 97:87
Philadelphia - Washington 109:97
Boston - San Antonio 105:103
Minnesota - Charlotte 105:108 (Eftir framlengingu)
New Orleans - Golden State 103:110
Houston - Portland 100:103
Utah - Atlanta 87:110
Phoenix - LA Lakers 95:99
LA Clippers - Denver 106:93

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert