Snæfell er áfram á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta, Iceland Express deildarinnar, eftir sigur á Fjölni, 97:86, í kvöld. Heil umferð fór fram í deildinni og fjögur efstu liðin sigruðu öll.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan - KR 76:95 Leik lokið
Grindavík - Njarðvík 86:78 - Leik lokið
Snæfell - Fjölnir 97:86 - Leik lokið
ÍR - Keflavík 88:112 - Leik lokið
Tindastóll - KFÍ 85:71 - Leik lokið
Haukar - Hamar 82:74 - Leik lokið
Snæfell er með 22 stig á toppnum, Grindavík 20, KR 16, Keflavík 16, Stjarnan 12, Haukar 12, Hamar 10, Tindastóll 10, Fjölnir 8, Njarðvík 8, ÍR 6 og KFÍ 4 stig.
Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is:
21:51 Tindastóll sigrar KFÍ örugglega, 85:71, í lokaleik kvöldsins sem er lokið á Sauðárkróki. Hann tafðist talsvert því Ísfirðingar voru lengi á leiðinni vegna slæmrar færðar.
Kl. 21:37 Tindastóll slakar lítið á klónni gegn Ísfirðingum og staðan er 70:57 fyrir Sauðkrækinga þegar hálf fimmta mínúta er eftir af leiknum.
Kl. 21:21 Haukar hafa tryggt sér sigur á Hamri, 82:74, á Ásvöllum. Tindastóll eykur enn forskotið gegn KFÍ en staðan þar er orðin 58:41 þegar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta.
Kl. 21:13 Haukar eru langt komnir með að sigra Hamar en staðan er 72:61 þegar innan við tvær mínútur eru eftir á Ásvöllum. Á Sauðarkróki er komin framí þriðja leikhluta og Tindastóll er með forystu gegn KFÍ, 50:39.
Kl. 20:55 KR sigraði Stjörnuna 95:76 í Garðabænum. Stjarnan náði góðum kafla um miðbik leiksins en KR náði aftur að síga fram úr í síðasta leikhlutanum.
Kl. 20:50 Haukar eru með góða forystu að loknum fyrri hálfleik gegn Hamri á Ásvöllum 58:44. Svipaða sögu er að segja af Sauðárkróki þar sem Tindastóll er yfir gegn KFÍ 40:30.
Kl. 20:44 Íslands- og bikarmeistararnir í Snæfelli unnu sannfærandi sigur á Fjölni í Hólminum 97:86 og Keflavík burstaði ÍR í Seljaskóla 112:88.
Kl. 20:37 KR eru enn með forystu í Garðabænum. Þar er staðan 73:66 þegar síðasti leikhlutinn er eftir.
Kl. 20:35 Leikur Tindastóls og KFÍ er hafinn á Sauðárkróki og fyrsta leikhluta er lokið. Stólarnir eru yfir 21:17. Ísfirðingar hrepptu vonskuveður á leið sinni til Skagafjarðar og þess vegna seinkaði leiknum.
Kl 20:15 Haukar hafa byrjað frábærlega gegn Hamri og eru yfir 32:17 þegar annar leikhluti er hálfnaður. Hafnfirðingar unnu Hvergerðinga einnig í fyrri umferðinni.
Kl. 20:05 Grindvíkingum tókst að landa sigri eftir jafnan leik gegn Njarðvíkingum í Röstinni. Grindavík sigraði 86:78 og velgengni þeirra heldur áfram en Njarðvík er í erfiðum málum í 10. sæti.
Kl. 20:00 Snæfell er yfir gegn Fjölni 46:39 að loknum fyrri hálfleik og Keflavík er yfir gegn ÍR 49:37 í Breiðholti. Stjarnan hefur saxað á forskot KR en er þó níu stigum undir 42:51. Justin Shouse skoraði flautakörfu frá miðjum vellinum á lokasekúndu fyrri hálfleiks.
Kl. 19:44 Keflvíkingar eru með góða forystu gegn ÍR í Seljaskólanum 33:21 þegar sex mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. Meistarar Snæfels hafa nauma forystu gegn Fjölni 33:30 í Stykkishólmi.
Kl. 19:38. KR byrjaði leikinn í Garðabænum af gífurlegum krafti og skildu heimamenn eftir. Að loknum fyrsta leikhluta er KR með mikið forskot 31:11.
Kl. 19:35. Njarðvík er yfir að loknum þremur leikhlutum í Grindavík 63:60. Þar er greinilega hörkuleikur í gangi en Njarðvíkingum veitir ekki af stigunum því þeir eru í 10. sæti deildarinnar.