Snæfell áfram í toppsætinu

KR-ingurinn Ólafur Már Ægisson sækir að körfu Stjörnunnar í leiknum …
KR-ingurinn Ólafur Már Ægisson sækir að körfu Stjörnunnar í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Snæ­fell er áfram á toppi úr­vals­deild­ar karla í körfu­bolta, Ice­land Express deild­ar­inn­ar, eft­ir sig­ur á Fjölni, 97:86, í kvöld. Heil um­ferð fór fram í deild­inni og fjög­ur efstu liðin sigruðu öll.

Úrslit kvölds­ins:
Stjarn­an - KR 76:95
  Leik lokið
Grinda­vík - Njarðvík 86:78 - Leik lokið
Snæ­fell - Fjöln­ir 97:86 - Leik lokið
ÍR - Kefla­vík 88:112 - Leik lokið
Tinda­stóll - KFÍ 85:71 - Leik lokið
Hauk­ar - Ham­ar 82:74 - Leik lokið

Snæ­fell er með 22 stig á toppn­um, Grinda­vík 20, KR 16, Kefla­vík 16, Stjarn­an 12, Hauk­ar 12, Ham­ar 10, Tinda­stóll 10, Fjöln­ir 8, Njarðvík 8, ÍR 6 og KFÍ 4 stig.

Fylgst var með gangi mála í leikj­un­um hér á mbl.is:

21:51 Tinda­stóll sigr­ar KFÍ ör­ugg­lega, 85:71, í loka­leik kvölds­ins sem er lokið á Sauðár­króki. Hann tafðist tals­vert því Ísfirðing­ar voru lengi á leiðinni vegna slæmr­ar færðar.

Kl. 21:37 Tinda­stóll slak­ar lítið á klónni gegn Ísfirðing­um og staðan er 70:57 fyr­ir Sauðkræk­inga þegar hálf fimmta mín­úta er eft­ir af leikn­um.

Kl. 21:21 Hauk­ar hafa tryggt sér sig­ur á Hamri, 82:74, á Ásvöll­um. Tinda­stóll eyk­ur enn for­skotið gegn KFÍ en staðan þar er orðin 58:41 þegar þrjár mín­út­ur eru eft­ir af þriðja leik­hluta.

Kl. 21:13 Hauk­ar eru langt komn­ir með að sigra Ham­ar en staðan er 72:61 þegar inn­an við tvær mín­út­ur eru eft­ir á Ásvöll­um. Á Sauðar­króki er kom­in framí þriðja leik­hluta og Tinda­stóll er með for­ystu gegn KFÍ, 50:39.

Kl. 20:55 KR sigraði Stjörn­una 95:76 í Garðabæn­um. Stjarn­an náði góðum kafla um miðbik leiks­ins en KR náði aft­ur að síga fram úr í síðasta leik­hlut­an­um.

Kl. 20:50 Hauk­ar eru með góða for­ystu að lokn­um fyrri hálfleik gegn Hamri á Ásvöll­um 58:44. Svipaða sögu er að segja af Sauðár­króki þar sem Tinda­stóll er yfir gegn KFÍ 40:30. 

Kl. 20:44 Íslands- og bikar­meist­ar­arn­ir í Snæ­felli unnu sann­fær­andi sig­ur á Fjölni í Hólm­in­um 97:86 og Kefla­vík burstaði ÍR í Selja­skóla 112:88.

Kl. 20:37 KR eru enn með for­ystu í Garðabæn­um. Þar er staðan 73:66 þegar síðasti leik­hlut­inn er eft­ir. 

Kl. 20:35 Leik­ur Tinda­stóls og KFÍ er haf­inn á Sauðár­króki og fyrsta leik­hluta er lokið. Stól­arn­ir eru yfir 21:17. Ísfirðing­ar hrepptu vonsku­veður á leið sinni til Skaga­fjarðar og þess vegna seinkaði leikn­um. 

Kl 20:15 Hauk­ar hafa byrjað frá­bær­lega gegn Hamri og eru yfir 32:17 þegar ann­ar leik­hluti er hálfnaður.  Hafn­f­irðing­ar unnu Hver­gerðinga einnig í fyrri um­ferðinni.

Kl. 20:05 Grind­vík­ing­um tókst að landa sigri eft­ir jafn­an leik gegn Njarðvík­ing­um í Röst­inni. Grinda­vík sigraði 86:78 og vel­gengni þeirra held­ur áfram en Njarðvík er í erfiðum mál­um í 10. sæti.

Kl. 20:00 Snæ­fell er yfir gegn Fjölni 46:39 að lokn­um fyrri hálfleik og Kefla­vík er yfir gegn ÍR 49:37 í Breiðholti. Stjarn­an hef­ur saxað á for­skot KR en er þó níu stig­um und­ir 42:51. Just­in Shou­se skoraði flauta­körfu frá miðjum vell­in­um á loka­sek­úndu fyrri hálfleiks.

Kl. 19:44 Kefl­vík­ing­ar eru með góða for­ystu gegn ÍR í Selja­skól­an­um 33:21 þegar sex mín­út­ur eru eft­ir af fyrri hálfleik. Meist­ar­ar Snæ­fels hafa nauma for­ystu gegn Fjölni 33:30 í Stykk­is­hólmi.

Kl. 19:38. KR byrjaði leik­inn í Garðabæn­um af gíf­ur­leg­um krafti og skildu heima­menn eft­ir. Að lokn­um fyrsta leik­hluta er KR með mikið for­skot 31:11.

Kl. 19:35. Njarðvík er yfir að lokn­um þrem­ur leik­hlut­um í Grinda­vík 63:60. Þar er greini­lega hörku­leik­ur í gangi en Njarðvík­ing­um veit­ir ekki af stig­un­um því þeir eru í 10. sæti deild­ar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert