Sigurganga San Antonio heldur áfram

Derrick Rose reynir að koma skoti að körfu Indiana í …
Derrick Rose reynir að koma skoti að körfu Indiana í viðureign liðanna í Indianapolis í nótt. Reuters

San Antonio Spurs vann í nótt fjórtánda heimaleikinn í röð á þessum keppnistímabili þegar liðið lagði Dallas á heimavelli, 101:89. Þar með hafa liðsmenn San Antonio hrósað sigri í 21 leik af 23 á heimavelli á leiktíðinni og reikna má með að fleiri sigrar bætist við á næstu dögum því viðureignin í nótt var sú fyrsta af fjórum sem liðið spilar í röð á heimavelli sínum.

DeJuan Blair skoraði 18 stig fyrir San Antonio og tók 13 fráköst. Tony Parker skoraði 18 stig og tók sex stoðsendingar og Tim Duncan var með 16 stig. Shawn Marion skoraði 14 stig fyrir Dallas og tók 10 fráköst.

Kobe Bryant var atkvæðamestur leikmanna LA Lakers þegar þeir unnu New Jersey, 100:88, á heimavelli. Þetta var sjöundi sigur Lakers á New Jersey í röð.

Pau Gasol skoraði 20 stig fyrir Lakers og tók níu fráköst. Brook Lopes skoraði 35 stig og tók 6 fráköst fyrir New Jersey.

Ellefu leikir voru á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt. Úrslit þeirra voru:

Chicago - Indiana 99:86
Detroit - Toronto 101:95
Sacramento - New york 93:83
New Orleans - Houston 110:105 - eftir framlengingu.
Portland - Phoenix 111:115
New Jersey - LA Lakers 88:100
Milwaukee - Philadelphia 94:95
Charlotte - Boston 94:99
San Antonio - Dallas 101:89
Cleveland - Utah 99:121
LA Clippers - Golden State 121:122

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert