Boston Celtics hafði betur gegn Orlando Magic í slag tveggja af bestu liðum Austurdeildar NBA í körfubolta í nótt, í geysilega jöfnum og tvísýnum leik í Boston Garden, 109:106.
Staðan var jöfn í 18 skipti í leiknum og forystan skipti 26 sinnum um hendur áður en Boston gerði útum málin í lokin. Tvö vítaskot frá Ray Allen innsigluðu sigurinn en hann skoraði 26 stig fyrir Boston og Rajon Rondo átti 13 stoðsendingar. Dwight Howard var sem fyrr í stóru hlutverki hjá Orlando en hann skoraði 33 stig og tók 13 fráköst.
Pau Gasol skoraði 21 stig fyrir LA Lakers sem stöðvaði fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og vann í Staples Center, 101:94.
Úrslitin í nótt:
New York - Phoenix 121:129
Washington - Utah 108:101
Memphis - Chicago 84:96
Philadelphia - Charlotte 96:92 Eftir framlengingu
Houston - Milwaukee 93:84
New Orleans - Toronto 85:81
Detroit - Dallas 103:89
LA Clippers - Indiana 114:107
Atlanta - Sacramento 100:98
Golden State - New Jersey 109:100
Boston - Orlando 109:106
Portland - Minnesota 113:102
LA Lakers - Oklahoma 101:94