Dallas sneri blaðinu við og vann Lakers

Shaquille O'Neal hjá Boston treður boltanum í körfuna hjá Detroit …
Shaquille O'Neal hjá Boston treður boltanum í körfuna hjá Detroit í leik liðanna í nótt. Reuters

Eftir sex tapleiki í röð sneri Dallas Mavericks blaðinu við í nótt og lagði Los Angeles Lakers að velli í NBA-deildinni í körfubolta, 109:100. Boston og San Antonio unnu sína leiki en 13 leikir voru á dagskrá.

Jason Terry og Shawn Marion skoruðu 22 stig hvor fyrir Dallas og Jason Kidd skoraði 21 stig og átti 10 stoðsendingar fyrir Texasbúana. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Lakers, Kobe Bryant var með 21 stig og 10 stoðsendingar og Lamar Odom var með 20 stig og 10 fráköst.

Boston Celtics vann Detroit Pistons, 86:82, þar sem gamla brýnið Shaquille O'Neill átti stærstan þátt í sigrinum. Hann var drjúgur á lokakaflanum þegar Boston vann upp sjö stiga forskot gestanna og tók 12 í leiknum ásamt því að skora 12 stig, sjö þeirra undir lokin. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston.

Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir San Antonio sem vann Toronto Raptors, 104:95.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Phoenix 98:106
New Jersey - Utah 103:95
Orlando - Philadelphia 99:98 Eftir framlengingu
Boston - Detroit 86:82
Milwaukee - Washington 100:87
New Orleans - Memphis 103:102 Eftir framlengingu
Houston - New York 104:89
San Antonio - Toronto 104:95
Dallas - LA Lakers 109:100
Denver - Oklahoma City 112:107
Sacramento - Portland 90:94 Eftir framlengingu
Golden State - Indiana 110:108
LA Clippers - Minnesota 126:111

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert