Snæfell vann nauman sigur

Guðmundur Jónsson og félagar í Njarðvík voru hársbreidd frá sigri …
Guðmundur Jónsson og félagar í Njarðvík voru hársbreidd frá sigri í Hólminum. Kristinn Ingvarsson

Íslandsmeistarar Snæfells unnu nauman sigur á Njarðvík, 92:91, í Iceland Express deildinni í körfubolta karla í Stykkishólmi í kvöld. Njarðvíkingar voru yfir á lokakafla leiksins en Hólmarar knúðu fram sigur í blálokin.

Þrír leikir fóru fram í kvöld:

ÍR - KFÍ: 92:82, leik lokið.

Bein textalýsing átti að vera frá leiknum í Seljaskóla en vegna slæms netsambands þar varð ekkert af henni.

ÍR var yfir í hálfleik, 47:42, og síðan 65:63 eftir þriðja leikhluta, en náði góðu forskoti í þeim fjórða.
Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR en Darko Milosevic og Craig Schoen voru með 16 stig hvor fyrir KFÍ.

Hamar - Fjölnir: 73:80, leik lokið.

Hamar var yfir í hálfleik, 43:32, en Fjölnir sneri blaðinu við í þriðja leikhluta, var kominn í 61:56 að honum loknum og hélt forystunni eftir það.
Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók 18 fráköst, og Ingvaldur Magni Hafsteinsson skoraði 21 stig. Darri Hilmarsson skoraði 17 stig fyrir Hamar.

Snæfell - Njarðvík: 92:91, leik lokið.

Snæfell var yfir í hálfleik, 47:44. Á lokasprettinum var Njarðvík komin í 89:82. Þá  gerðu Hólmarar tíu stig í röð og knúðu fram sigur eftir mikla spennu.
Jón Ólafur Jónsson skoraði 32 stig fyrir Snæfell og tók 13 fráköst, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 22 stig. Chris Smith skoraði 30 sstig fyrir Njarðvík og Friðrik Stefánsson 14.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert