Loks vann Lakers í Denver

Carmelo Anthony hjá Denver og Kobe Bryant hjá Lakers eigast …
Carmelo Anthony hjá Denver og Kobe Bryant hjá Lakers eigast við í leiknum í nótt. Reuters

Eftir töp í fjórum síðustu heimsóknum sínum til Denver náði Los Angeles Lakers að leggja lið Nuggets að velli, 107:97, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Framlag Kobe Bryants í þriðja leikhluta vóg þungt en þá skoraði hann 14 stig af þeim 18 sem hann gerði í leiknum og þá náði Lakers 10 stiga forystu sem liðið lét ekki af hendi. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Lakers og tók 13 fráköst en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá Denver með 23 stig.

Dwight Howard skoraði 31 stig og tók 19 fráköst fyrir Orlando Magic sem burstaði Toronto Raptors, 112:72.

Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston Celtics sem vann öruggan sigur á Utah Jazz, 110:86.

Tim Duncan skoraði 21 stig og tók 16 fráköst fyrir San Antonio Spurs sem vann New York Knicks, 101:92.

Atlanta skoraði aðeins 25 stig í síðari hálfleik og 59 alls þegar liðið steinlá heima gegn New Orleans Hornets, 59:100. Þetta er lægsta stigaskor Atlanta á heimavelli í sögunni og liðið var ekki svipur hjá sjón frá sigurleiknum magnaða í Miami í vikunni þar sem Atlanta vann frækinn sigur í framlengingu. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 16 stig.

Úrslitin í nótt:

New Jersey - Detroit 89:74
Orlando - Toronto 112:72
Washington - Phoenix 91:109
Atlanta - New Orleans 59:100
Boston - Utah 110:86
Cleveland - Milwaukee 88:102
Memphis - Houston 115:110
San Antonio - New York 101:92
Denver - LA Lakers 97:107
Golden State - Sacramento 119:112 Eftir framlengingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert