Boston hafði betur gegn meisturunum

Kobe Bryant reynir hér að brjtóa sér leið framhjá þeim …
Kobe Bryant reynir hér að brjtóa sér leið framhjá þeim Kendrick Perkins og Marquis Daniels. Reuters

Boston hrósaði sigri gegn meisturum LA Lakers, 106:96, en liðin, sem léku til úrslita um meistaratitilinn á síðustu leiktíð, áttust við í Staples Center, heimavelli Lakers í nótt.

Paul Pierce skoraði 32 stig fyrir Boston, Ray Allen 21 og Kevin Garnett 18.

,,Þetta var mjög tilfinningaríkur leikur. Menn voru afar tilbúnir í þennan leik og þegar við leikum saman sem eitt lið þá er erfitt að vinna okkur,“ sagði Pierce.

Kobe Bryant skoraði 41 stig fyrir Lakers, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum.

Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami og LeBron James 23 og átti 13 stoðsendingar þegar liðið lagði Oklahoma, 108:103. Kevin Durant var allt í öllu hjá Oklahoma en hann skoraði 33 stig og tók 10 fráköst.

Amar'e Stoudemire setti niður 33 stig fyrir New York sem burstaði Detroit, 124:106, á heimavelli sínum, Madison Square Garden. Danilo Gallinari skoraði 29 stig fyrir New York en hjá gestunum var Ben Gordon atkvæðamestur með 35 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers - Boston 96:106
Miami - Oklahoma 108:103
New York - Detroit 124:106
Orlando - Cleveland 103:87
Golden State - Utah 96:81
Philadelphia - Denver 110:99
Phoenix - New Orleans 104:102


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert