Meistarar LA Lakers höfðu betur í grannaslagnum gegn LA Clippers, 108:95, en liðin áttust við í Staple Center í nótt að viðstöddum tæplega 20.000 áhorfendum.
Kobe Bryant skoraði 24 stig í leiknum fyrir Lakers en 18 þeirra komu í þriðja leikhlutanum og á þeim kafla stungu meistararnir af. Pau Gasol skoraði 22 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum 16. Hjá Clippers var Randy Foye stigahæstur með 24 stig.
Dwyane Wade átti stórleik í Miami þegar heimamenn lögðu Washington, 121:113. Wade skoraði 41 stig og var í miklu stuði. LeBron James átti líka fínan leik, skoraði 25 stig, tók 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Nick Young skoraði 38 stig fyrir Washingto en hann skoraði sex 3ja stiga körfur í leiknum.
Antawn Jamison skoraði 28 stig fyrir Cleveland og J.J. Hickson 24 þegar liðið lagði New York Knicks að velli, 115:109. Carmelo Anthony lék sinn annan leik með New York og var stigahæstur sinna manna með 27 stig en hann skoraði aðeins 2 stig í síðasta leikhlutanum.
Portland hafði betur á móti Dener í framlengdum leik 107:106. Brandon Roy var hetja Portland en hann setti niður tvær þriggja stiga körfur á lokamínútu leiksins en hann var að spila sinn fyrsta leik frá því um miðjan desember. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyrir Portland en hjá Denver var Danilo Gallinari atkvæðamestur með 30 stig.
Úrslitin í nótt:
Sacramento - Charlotte 98:110
Philadelphia - Detroit 110:94
Cleveland - New York 115:109
Orlando - Oklahoma 111:88
SA Spurs - New Jersey 106:96
Utah - Indiana 95:84
Phoenix - Toronto 110:92
Miami - Washington 121:113
Atlanta - Golden State 95:79
Portland - Denver 107:106
LA Lakers - LA Clippers 108:95