Lakers vann grannaslaginn

Dwayne Wade skoraði 41 stig í sigri Miami.
Dwayne Wade skoraði 41 stig í sigri Miami. Reuters

Meist­ar­ar LA Lakers höfðu bet­ur í granna­slagn­um gegn LA Clip­p­ers, 108:95, en liðin átt­ust við í Staple Center í nótt að viðstödd­um tæp­lega 20.000 áhorf­end­um.

Kobe Bry­ant skoraði 24 stig í leikn­um fyr­ir Lakers en 18 þeirra komu í þriðja leik­hlut­an­um og á þeim kafla stungu meist­ar­arn­ir af. Pau Gasol skoraði 22 stig fyr­ir Lakers og Andrew Byn­um 16. Hjá Clip­p­ers var Ran­dy Foye stiga­hæst­ur með 24 stig.

Dwya­ne Wade átti stór­leik í Miami þegar heima­menn lögðu Washingt­on, 121:113. Wade skoraði 41 stig og var í miklu stuði. Le­Bron James átti líka fín­an leik, skoraði 25 stig, tók 9 frá­köst og átti 7 stoðsend­ing­ar. Nick Young skoraði 38 stig fyr­ir Washingto en hann skoraði sex 3ja stiga körf­ur í leikn­um.

Antawn Jam­i­son skoraði 28 stig fyr­ir Cleve­land og J.J. Hickson 24 þegar liðið lagði New York Knicks að velli, 115:109. Car­melo Ant­hony lék sinn ann­an leik með New York og var stiga­hæst­ur sinna manna með 27 stig en hann skoraði aðeins 2 stig í síðasta leik­hlut­an­um.

Port­land hafði bet­ur á móti Dener í fram­lengd­um leik 107:106. Brandon Roy var hetja Port­land en hann setti niður tvær þriggja stiga körf­ur á loka­mín­útu leiks­ins en hann var að spila sinn fyrsta leik frá því um miðjan des­em­ber. LaMarcus Aldridge skoraði 24 stig fyr­ir Port­land en hjá Den­ver var Dani­lo Gallin­ari at­kvæðamest­ur með 30 stig.

Úrslit­in í nótt:

Sacra­mento - Char­lotte 98:110
Phila­delp­hia - Detroit 110:94
Cleve­land - New York 115:109
Or­lando - Okla­homa 111:88
SA Spurs - New Jers­ey 106:96
Utah - Indi­ana 95:84
Phoen­ix - Toronto 110:92
Miami - Washingt­on 121:113
Atlanta - Gold­en State 95:79
Port­land - Den­ver 107:106
LA Lakers - LA Clip­p­ers 108:95

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert