NBA: Miami lá fyrir New York

Carmelo Anthony sækir að körfu Miami.
Carmelo Anthony sækir að körfu Miami. Reuters

Meistarar LA Lakers unnu í nótt sinn fjórða sigur í röð í NBA-deildinni þegar þeir lögðu Oklahoma á útivelli, 90:87. Spánverjinn Pau Gasol var stigahæstur í liði Lakers með 18 stig og Kobe Bryant kom næstur með 17 stig.

,,Við megum teljast heppnir með að hafa unnið þennan leik,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn.

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og tók 13 fráköst þegar liðið bar sigurorð af Toronto, 224:95. Þetta var sjötti sigur Dallas í röð og 16. sigur liðsins í síðustu 17 leikjum. Shawn Marion skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry 19. Hjá Toronto var Amir Johnson stigahæstur með 21 stig.

New York vann góðan sigur á Miami, 91:86. Carmelo Anthony átti flottan leik með New York en hann skoraði 29 stig og tók 9 fráköst. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Chris Bosh skoraði 20.

Phoenix hafði betur gegn Indiana, 110:108, í framlengdum leik. Channing Frye jafnaði metin með flautukörfu og í framlengingunni marði Phoenix sigur. Grant Hill skoraði 34 stig fyrir Phoenix en hjá Indiana var Danny Granger atkvæðamestur með 25 stig.

Úrslitin í nótt:

Phoenix - Indiana 110:108
Philadelphia - Cleveland 95:91
Orlando - Charlotte 100:86
New York - Miami 91:86
Oklahoma - LA Lakers 87:90
Minnesota - Golden State 126:123
Dallas - Toronto 114:96
Memphis - SA Spurs 88:95
Atlanta - Portland 90:83

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert