Snæfell deildarmeistari karla

Sean Burton einn leikmanna deildarmeistara Snæfells.
Sean Burton einn leikmanna deildarmeistara Snæfells. Kristinn Ingvarsson

Snæfell varð í kvöld deildarmeistari í úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Iceland Expressdeildinni, þegar liðið vann Hamar, 76:64, á heimavelli sínum í Stykkishólmi. Snæfell hefur nú fjögurra stiga forskot á KR fyrir lokaumferðina sem fram fer síðar í vikunni en þá leiða liðin saman hesta sína á heimavelli KR-inga.

Snæfell - Hamar 76:64

Stykkishólmur, Iceland Express deild karla, 06. mars 2011.

Gangur leiksins: 6:2, 8:4, 15:9, 19:17, 21:21, 29:25, 36:35, 38:39, 41:41, 46:45, 52:50, 59:52, 65:55, 67:57, 70:60, 76:64.

Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/16 fráköst/3 varin skot, Zeljko Bojovic 12/6 fráköst, Ryan Amaroso 12/8 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 8/8 fráköst, Sean Burton 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 5, Atli Rafn Hreinsson 4.

Fráköst: 30 í vörn, 19 í sókn.

Hamar: Devin Antonio Sweetney 24/8 fráköst, Darri Hilmarsson 15/7 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 8/7 fráköst, Ellert Arnarson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 5, Lárus Jónsson 4, Stefán Halldórsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert