Enn eitt tapið hjá Miami

Ánægðir leikmenn Portland, Andre Miller, Gerald Wallace og Rudy Fernandez …
Ánægðir leikmenn Portland, Andre Miller, Gerald Wallace og Rudy Fernandez en Dwyane Wade hjá Miami er ekki jafn kátur. Reuters

Stjörnulið Miami Heat mátti þola fimmta ósigurinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það lá á heimavelli gegn Portland Trail-Blazers, 96:105.´

Stórleikur hjá Dwyane Wade dugði skammt en hann skoraði 38 stig í leiknum. LeBron James skoraði 31 stig og tók 11 fráköst en það nægði ekki. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22.

„Við höfum satt best að segja ekki mikil svör á takteinum við því hvað er í gangi hjá okkur. Við verðum bara að halda áfram að berjast og missa ekki móðinn," sagði Erik Spoelstra þjálfari Miami eftir leikinn.

Kobe Bryant skoraði 26 stig og Andrew Bynum tók 16 fráköst fyrir LA Lakers sem vann Atlanta Hawks á útivelli, 101:87.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - LA Lakers 87:101
Cleveland - Golden State 85:95
Indiana - Philadelphia 100:110
Washington - Milwaukee 76:95
Miami - Portland 96:105
Phoenix - Houston 113:110

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka