Tók leikhlé eftir 42 sekúndur

Tony Parker skoraði 33 stig fyrir San Antonio í nótt.
Tony Parker skoraði 33 stig fyrir San Antonio í nótt. Reuters

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, toppliðs NBA-deildarinnar í körfubolta, var svo óhress með byrjun sinna manna gegn Dallas Mavericks á útivelli í nótt að hann tók leikhlé eftir aðeins 42 sekúndur.

Leikmenn Spurs, sem steinlágu fyrir Miami Heat í næsta leik á undan, byrjuðu leikinn of illa að mati Popovichs. Staðan var þó bara 2:0 fyrir Dallas en honum tókst að vekja liðið sem lenti aldrei undir í leiknum eftir það og vann góðan útisigur, 97:91.

Tony Parker skoraði 33 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili 25 og Tim Duncan 22.

LeBron James skoraði 43 stig fyrir Miami Heat sem vann Atlanta Hawks á útivelli, 106:85.

Kevin Martin skoraði 25 stig fyrir Houston Rockets sem vann góðan sigur á Boston Celtics, 93:77.

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur á Denver Nuggets, 85:82, með þriggja stiga flautukörfu.

Úrslitin í nótt:

Indiana - Chicago 115:108 Eftir framlengingu.
Orlando - Denver 85:82
Toronto - Washington 116:107
Atlanta - Miami 85:106
Detroit - New York 99:95
Oklahoma City - Charlotte 99:82
Dallas - San Antonio 91:97
Houston - Boston 93:77
Milwaukee - New Jersey 110:95
Phoenix - Golden State 108:97
Sacramento - Philadelphia 80:102
LA Lakers - Minnesota 106:98

Úrslitin í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert