Þríframlengt í Staples

Kobe Bryant sækir framhjá Steve Nash, leikmanni, Phoenix, í maraþonviðureign …
Kobe Bryant sækir framhjá Steve Nash, leikmanni, Phoenix, í maraþonviðureign LA Lakers og Phoenix í nótt. Reuters

Áhorfendur í Staples Center í Los Angeles fengu svo sannarlega mikið fyrir aðgangeyrinn sem þeir greiddu að viðureign LA Lakers og Phoenix í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leikmenn Lakers, Kobe Bryant í broddi fylkingar, tók að knýja fram tveggja stiga sigur eftir maraþonleik, 139:137.

Jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, hvort lið hafði þá skorað 113 stig en gestirnir frá Phoenix unnu síðasta leikhlutann, 26:17.

Leikmenn Phoenix börðust eins og ljón enda er það eini möguleiki þeirra ætli þeir að halda í veika von um að ná áttunda og síðasta sætinu í Vesturdeildinni áður en úrslitakeppnin hefst. Sem stendur eru þeir með þremur töpum fleira en Mepmphis þegar lítið er eftir að deildinni.

Kobe Bryant skorað 42 stig, tók 12 fráköst og átti níu stoðsendingar á þeim 48 mínútum sem hann tók þátt í leiknum í nótt. Lamar Odom skoraði 29 stig og Paul Gasol 27 fyrir Lakers.

Hjá Phoenix  var Channing Frye stigahæstur með 32 stig auk þess að hirða 14 fráköst. Marcin Gortat skoraði 20 stig og Steve Nash 19 auk þess að eiga 20 stoðsendingar.

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Úrslit þeirra voru:

Atlanta - Chicago 81:114
LA Lakers - Phoenix 139:137 - eftir þríframlengdan leik.
Portland - Washington 111:76

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert