Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson, tveir reynsluboltar í körfuknattleiksliði Njarðvíkinga, hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þeir staðfesta þetta í samtali við vefmiðilinn karfan.is í dag.
Þeir Friðrik og Páll hafa verið í hópi bestu körfuknattleiksmanna hér á landi mörg undanfarin ár. Friðrik hefur spilað með suðurnesjaliðinu frá árinu 1998 og Páll hefur lengst af sínum ferli leikið í græna búningnum en hann hafði þó viðkomu í Grindavík.
Frirðik hefur þvívegis hampað Íslandmeistaratitlinum með Njarðvíkingum og Páll fjórum sinnum en liðið féll úr leik fyrir KR-ingum í átta liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar í síðustu viku.