Þríeykið Dwyane Wade, Chris Bosh og LeBron James skorðuðu samtals 66 stig af 100 stigum Miami-liðsins þegar það vann Detorit á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar tólf leikir voru á dagskrá.
Wade gerði 24 stig, Bosh stigi minna og James 19. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir heimamenn sem tapað hafa sjö af síðustu tíu viðureignum sínum í deildinni.
Wilson Chandler innsiglaði sigur Denver á sigursælasta liði deildarinnar á leiktíðinni, San Antonio Spurs, 115:112. Manu Ginobili átti þess kost í tvígang að jafna metin undir lokin áður Chandler skoraði sigurstigið. Ginobili brást bogalistinn og því fagnaði Denver sigri á Spurs í fyrsta sinn í rúmt ár.
Skarð var fyrir skildi að Tim Duncan gat ekki leikið með Spurs vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í kappleik við Golden State á mánudagskvöldið.
Alls skoruðu leikmenn Spurs og Denver 25 þriggja stiga körfur í leiknum.
Úrslit leikjanna í NBA-deildinni í nótt eftirfarandi:
Charlotte - Indiana 88:111
Philadelphia - Atlanta 105:100
Detroit - Miami 94:100
Milwaukee - Sacramento 90:97
Houston - Golden State 131:112
Denver - San Antonio 115:112
Cleveland - New Jersey 94:98 - eftir framlengingu.
Boston - Memphis 87:90
New York - Orlando 99:111
Oklahoma City - Utah 106:94
Phoenix - Toronto 114:96
LA Clippers - Washington 127:119 - eftir tvær framlengingar.