Jakob fór á kostum

Jakob Sigurðarson var frábær í liði Sundsvall í gær og …
Jakob Sigurðarson var frábær í liði Sundsvall í gær og var næst stigahæsti leikmaður vallarins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sundsvall sænska körfuknattleikslið Jakobs Sigurðarsonar og Hlyns Bæringssonar tapaði í gær fyrir Jämtland 86:75 í gær. Þetta var annar leikur liðanna í átta liða úrslitum og er staðan nú jöfn en bæði lið hafa einn sigur. Jakob Sigurðarson fór á kostum í gær og var stigahæstur leikmanna Sundsvall með 29 stig á þeim 34 mínútum sem hann spilaði. Hlynur Bæringsson náði sér þó ekki eins vel á strik í stigaskorun og varð að gera sér 9 stig að góðu. Hann tók hinsvegar 10 fráköst á þeim 17 mínútum sem hann spilaði.

Þá var Hlynur annar tveggja leikmanna Sundsvall til að fá fimm villur en sú síðasta kom aðeins fáum andartökum fyrir leikslok.  

Solna marði sigur

Logi Gunnarsson og félagar í Solna unnu Norrköping með minnsta mun 81:80 og jöfnuðu þar með metin í viðureign liðanna í átta liða úrslitum 1:1. Logi skoraði 7 stig á tæpum 33 mínútum, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert