Snæfell og Stjarnan áttust fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Stjarnan kom á óvart og sigraði 75:73 eftir mikla dramatík á lokamínútu leiksins. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita gegn annað hvort KR eða Keflavík.
40. mín: Leik lokið. Stjarnan sigraði 75:73 eftir æsispennandi lokamínútur. Snæfell var yfir 72:67 en Justin Shouse fyrrverandi leikmaður Snæfells kom Stjörnunni yfir 73:72 með tveimur þriggja stiga körfum. Sú síðari fór ofan í þegar 16 sekúndur voru eftir. Snæfell missti boltann og Jovan Zdravevski bætti við tveimur stigum af vítalínunni. Bojovic fór á vítalínuna fyrir Snæfell þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann hitti úr fyrra vítinu og klikkaði væntanlega viljandi úr seinna vítinu. Samherji hans Ryan Amoroso náði frákastinu og fékk tækifæri til að jafna leikinn en hitti ekki og Stjarnan fagnaði sigri.
30. mín: Staðan er 58:54 fyrir Stjörnuna að loknum þremur leikhlutum. Garðbæingum hefur tekist að snúa leiknum sér í hag í Stykkishólmi. Þeir eru fjórum stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann gegn Íslandsmeisturunum á þeirra eigin heimavelli. Stjarnan komst sjö stigum yfir en Ryan Amoroso skoraði þriggja stiga körfu fjórum sekúndum áður en leikhlutinn var liðinn.
20. mín: Staðan er 40:38 fyrir Snæfell að loknum fyrri hálfleik og allt í járnum í Stykkishólmi. Sean Burton er stigahæstur hjá Snæfelli með 14 stig og Fannar Freyr Helgason frá Ósi er með 8 stig fyrir Stjörnuna.