Stjarnan í góðum málum

Justin Shouse tekur á móti sínum gömu félögum í Snæfelli …
Justin Shouse tekur á móti sínum gömu félögum í Snæfelli í kvöld. Ómar Óskarsson

Stjarnan vann Snæfell í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld og hefur 2:0 yfir í einvígi liðanna. Lokatölur í kvöld urðu 93:87.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

40 mín. Leiknum lokið með sigri Stjörnunnar, 93:87.

87:85 Leikhlé og 49,3 sek eftir og Stjarnan er með boltann. Mikil spenna Jovan með 38 stig og stórleik fyrir Stjörnuna. 

36 mín 81:80 Háspenna í Garðabæ, Hólmarar pressa stíft og ná að laga stöðuna verulega eftir að hafa stolið boltanum í þrígang

30 mín. 68:59 Stjarnan gerði síðustu sex stigin í leikhlutanum og lagaði stöðuna aðeins. Jovan hefur farið mikinn hjá Stjörnunni og er með 26 stig og tíu fráköst að auki.

27 mín. 64:51 Stjarnan heldur áfram að raða niður stigum og Jovan þar í miklum ham. Stjarnan hefur nú gert 14 stig í röð og Snæfell tekur anað leikhlé.

26 mín. 58:51 Garðbæingar í miklu stuði þessa stundina og hitta vel á meðan ekkert dettur hjá Snæfelli, sem tekur leikhlé til að reyna að skipuleggja leik sinn betur.

24 mín. 53:51 Þriggja stiga skotkeppni núna þessa stundina og staðan í henni er 4 körfur frá Stjörnuni og tvær frá Snæfelli.

Amaroso fór útaf meiddur á ökkla í upphafi annars leikhluta og hefur ekki komið meira inná og munar umminna fyrir Snfæellinga en hann var kominn með átta stig þegar hann fór af velli og tekið fjögur fráköst. Hann er þó mættur til leiks í upphitunina fyrir síðari hálfleikinn.

20 mín. 39:41 Kominn hálfleikur og Stjarnan heldur betur lagað stöðuna því á síðustu mínútum leikhlutans gerðu heimamenn 11 stig gegn 4 stigum Snæfells. Jovan með 14 stig fyrir Stjörnuna og Pálmi Freyr með annað eins fyrir Snæfell 

14 mín. 24:34 Snæfell byrjar annan leikhluta mjög vel og þar fer fyrirliðinn Pálmi Freyr fremstur en hann er nú kominn með 12 stig. Stjörnumenn hitta mjög illa þessa stundina.

10 mín. 20:22 Stjarnan gerði sjö stig í röð um miðbil leikhlutans og jafnaði 13:13. Síðan hefur allt verið í járnum en ekki er ólíklegt að eitthvað eigi eftir að ganga á því nokkur hiti virðist í mönnum og hafa dómararnir þurft að ræð anokkuð við menn vegna þess.

5 mín. 8:13 Hólmarar byrja heldur b etur en greinileganokkur taugaveiklun í  báðum liðum og hittnin ekki góð þessar fyrstu mínútur.

Dómarar í kvöld eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson.

Íþróttahúsið í Ásgarði er að fyllast og langt síðan svo margir áhorfendur hafa mætt hér. Búast má við mikilli og góðri stemningu í Ásgarði í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert