KR komið í vænlega stöðu

Marcus Walker skoraði 31 stig fyrir KR í kvöld.
Marcus Walker skoraði 31 stig fyrir KR í kvöld. mbl.is/Eggert

KR-ingar eru komnir í afar vænlega stöðu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur á Keflvíkingum, 105:87, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. KR-ingar eru komnir í 2:0 og geta tryggt sér sigur í einvíginu í þriðja leik liðanna á sínum heimavelli á föstudagskvöldið.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

40. LEIK LOKIÐ. Lokatölur 87:105. Sannfærandi sigur KR-inga og þeir eru komnir í 2:0 í einvíginu. Marcus Walker skoraði 31 stig fyrir KR, Pavel Ermolinskij skoraði 17 og tók 15 fráköst og Brynjar Þór Björnsson skoraði 17. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Tom Sanders 18.

39. Aðeins 80 sekúndur eftir og staðan er 80:100. Ljóst að KR-ingar eru búnir að tryggja sér annan sigurinn í jafnmörgum leikjum. Fannar Ólafsson fyrirliði þeirra er farinn af velli með 5 villur og sömuleiðis Hörður Axel Vilhjálmsson og Tom Sanders hjá Keflavík.

37. Útlitið er orðið svart fyrir Keflvíkinga, staðan er 76:90 þegar hálf fjórða mínúta er eftir.

35. Fjórði leikhluti hálfnaður og staðan er 76:87 eftir níu stig KR í röð. Þetta er orðið erfitt fyrir heimamenn sem þegar eru 0:1 undir í einvíginu.

33. Staðan er 74:78 eftir að Keflavík minnkaði muninn tvisvar í eitt stig í byrjun fjórða leikhluta. Pavel Ermolinskij gæti náð þrefaldri tvennu. Hanner með 11 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir KR.

30. Þriðja leikhluta lokið og staðan er 70:73. KR-ingar sneru leiknum við með níu stigum í röð, 66:71. Marcus Walker er kominn með 27 stig fyrir KR og Sigurður Þorsteinsson 17 stig fyrir  Keflavík. Fannar Ólafsson fyrirliði KR fékk sína fjórðu villu undir lok leikhlutans og félagar hans Hreggviður Magnússon og Skarphéðinn Ingason eru líka með 4 villur.

28. Keflavík komst tveimur stigum yfir í fyrsta sinn, 62:60, með 3ja stiga körfu frá Andrija Ciric, og Gunnar Einarsson bætti um  betur, 64:60. Nú er staðan 66:65 og  tvær mínútur eftir af þriðja leikhluta.

25. Þriðji leikhluti hálfnaður og Keflavík hefur náð forystunni, 59:58, með tíu stigum í röð. Sigurður Þorsteinsson er þar í stóru hlutverki og er kominn með 15 stig og 12 fráköst.

23. KR byrjaði hálfleikinn á að ná 11 stiga forystu. Staðan nú er 51:58. Skagamaðurinn Pavel Ermolinskij hjá KR og Ísfirðingurinn Sigurður Þorsteinsson hjá Keflavík eru öflugir undir körfunum og hafa hirt 10 fráköst hvor.

20. HÁLFLEIKUR í Keflavík og KR er með níu stiga forystu, 45:54. Marcus Walker tók heldur betur leikinn í sínar hefur síðustu fimm mínútur hálfleiksins og skoraði 10 stig. Hann er með 20 stig fyrir KR, Brynjar Þór Björnsson 11 og Hreggviður Magnússon 10. Hjá Keflavík er Tom Sanders með 14 stig og Sigurður Þorsteinsson 11.

18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Marcus Walker komu KR í 40:46, og hann bætti um betur með tveimur vítaskotum, 40:48. Walker er kominn með 18 stig og fyrri hálfleik ekki lokið enn.

15. Tom Sanders kom Keflavík yfir í fyrsta sinn í leiknum, 37:36. Liðin skora síðan til skiptis og staðan er 40:40 þegar annar leikhluti er hálfnaður. Marcus Walker er kominn með 10 stig fyrir KR og Sanders 12 stig fyrir  Keflavík.

13. Tom Sanders skoraði fyrstu fimm stigin í öðrum leikhluta fyrir  Keflavík og minnkaði muninn í 33:34. Staðan nú er 35:36.

10. Fyrsta leikhluta lokið í Keflavík og staðan er 28:34. KR-ingar hafa verið yfir frá byrjun leiks. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij eru með 9 stig hvor og Marcus Walker 8 fyrir KR. Sigurður G. Þorsteinsson hefur skorað 8 stig fyrir Keflavík og tekið 5 fráköst. 

8. KR-ingar eru áfram með undirtökin og staðan er 20:25. Pavel og Brynjar Þór Björnsson eru með 9 stig hvor fyrir KR en Hörður Axel með 7 fyrrir Keflavík.

5. Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan er 13:16. Pavel Ermolnskij hefur skorað 7 stig fyrir KR og Hörður Axel Vilhjálmsson 7 stig fyrir Keflavík.

3. KR-ingar fara betur af stað og staðan er 5:9. Brynjar Þór Björnsson er með 3 stig.

Byrjunarlið Keflavíkur: Gunnar Einarsson, Tom Sanders, Andrija Ciric, Hörður Axel Vilhjálmsson, Sigurður Þorsteinsson.
Aðrir leikmenn: Þröstur Leó Jóhannsson, Jón Nordal Hafsteinsson, Hafliði Már Brynjarsson, Elentínus Margeirsson, Magnús Þór Gunnarsson, Halldór ÖrnHalldórsson, Gunnar H. Stefánsson.

Byrjunarlið KR: Brynjar Þór Björnsson, Fannar Ólafsson, Finnur Atli Magnússon, Marcus Walker, Pavel Ermolinskij.
Aðrir leikmenn: Skarphéðinn Ingason, Ágúst Angantýsson, Martin Hermannsson, Hreggviður Magnússon, Páll Fannar Helgason, Ólafur Már Ægisson, Jón Orri Kristjánsson.

KR sigraði, 87:79, þegar liðin mættst í Vesturbænum á mánudagskvöldið. Þriðji leikurinn fer síðan fram í DHL-höll KR-inga á föstudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted: Ylur
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert