Þreföld tvenna hjá LeBron dugði skammt

LeBron James í baráttu við Alonzo Gee á gólfinu.
LeBron James í baráttu við Alonzo Gee á gólfinu. Reuters

LeBron James náði þrefaldri tvennu fyrir Miami þegar hann skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Það dugði þó skammt því James varð að lúta í lægra haldi fyrir gömlu félögum sínum í Cleveland sem fagnaði sigri, 102:90. J.J. Hickson var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig.

,,Stemningin er allt góða hér. Jafnvel þegar ég spila hér er hún. Stuðningsmenn liðsins eru frábær. Það hef ég alltaf sagt og þetta var frábært fyrir þá,“ sagði LeBron eftir leikinn.

Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst fyrir Sacramento sem hafði betur gegn Phoenix, 116:113. Þriggja stiga karfa frá Thornton 50 sekúndum fyrir leikslok tryggði Sacramento sigurinn sem var sá fjórði í röð hjá liðinu. Channing Frye var stigahæstur hjá Phoenix með 21 stig.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Miami 102:90
Sacramento - Phoenix 116:113
Golden State - Oklahoma 114:115 eftir framlengingu
Houston - New Jersey 112:87

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert