Aftur vann Keflavík eftir framlengingu

Thomas Sanders Keflavík sækir inn í teiginn hjá KR í …
Thomas Sanders Keflavík sækir inn í teiginn hjá KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sig

Keflavík sigraði KR 104:103 eftir framlengdan leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld. Staðan í rimmunni er 2:2 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Var þetta annar leikurinn í röð sem Keflavík vinnur eftir framlengingu en áður hafði KR komist í 2:0. 

Atkvæðamestir:

Keflavík: Magnús Gunnarsson 29 stig, Thomas Sanders 21 stig.

KR:  Marcus Walker 28 stig, Brynjar Björnsson 20 stig.

45. mín: Leik lokið. Keflavík sigraði 104:103 eftir framlengingu og liðin þurfa að mætast í oddaleik um hvort liðið leikur til úrslita gegn Stjörnunni.

45. mín:  Staðan er 104:103 fyrir Keflavík. KR er með boltann og 9 sekúndur eftir af leiknum. KR tekur leikhlé. Sanders var að skora fyrir Keflavík af stuttu færi eftir að Sigurður Þorsteinsson varði skot frá Walker. 

44. mín: Staðan er 101:97 fyrir KR. Staðan var 97:97 en Bandaríkjamaðurinn Thomas Sanders hjá Keflavík tapaði boltanum í tveimur sóknum í röð. Rúm mínúta eftir og Keflavík með boltann.

40. mín Venjulegum leiktíma lokið. Staðan er 89:89. Andrija Ciric reyndi erfitt skot fyrir Keflavík en hitti ekki. Framlengja þarf annan leikinn í röð hjá þessum liðum. 

40. mín: Staðan er 89:89 þegar 5 sekúndur eru eftir af leiknum. Keflavík er með boltann og tók leikhlé. Marcus Walker var að jafna fyrir KR af stuttu færi en áður hafði Andrija Ciric komið Keflavík yfir.

39. mín: Staðan er 87:87. Magnús Þór Gunnarsson var að jafna fyrir Keflavík með ævintýralegri þriggja stiga körfu. Glæsileg tilþrif hjá Magnúsi en áður hafði Ciric skorað fjögur stig í röð var vítalínunni. Vörn Keflavíkur er mjög sterk í augnablikinu.

35. mín: Staðan er 81:72 fyrir KR og útlitið er gott hjá KR-ingum þegar rúmar 5 mínútur eru eftir af leiknum. Magnús Gunnarsson var að fá sína fjórðu villu hjá Keflavík en hann hefur átt góðan leik og var að skora fimm stig í röð.  KR-ingar eru hins vegar að fá framlag frá mörgum leikmönnum og rétt í þessu var Ólafur Már Ægisson að skora mikilvæga þriggja stiga körfu.

30. mín: Staðan er 68:61 fyrir KR að loknum þriðja leikhluta.  Vesturbæingar tóku góða rispu undir lok leikhlutans og skoruðu átta stig í röð. Brynjar Björnsson er kominn með fjórar villur og það er alvarlegt mál fyrir KR-inga.

20. mín: Staðan er jöfn 44:44 að loknum fyrri hálfleik. Thomas Sanders og Magnús Gunnarsson skoruðu 11 stig hvor fyrir Keflavík í fyrri hálfleik en Brynjar Björnsson gerði 16 stig fyrir KR. KR-ingar voru yfir 20:17 eftir fyrsta leikhluta.

Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík sækir að Pavel Ermolinskij KR.
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík sækir að Pavel Ermolinskij KR. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert