Langþráður sigur Utah Jazz í LA

Carmelo Anthony hjá New York sækir en Julian Wright hjá …
Carmelo Anthony hjá New York sækir en Julian Wright hjá Toronto reynir að stöðva hann. Reuters

Eftir 17 ósigra í röð gegn Los Angeles Lakers í Staples Center í LA náði Utan Jazz loksins að vinna þar sætan sigur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 86:85.

Gordon Hayward skoraði sigurstigið úr vítaskoti þegar 6 sekúndur voru eftir af leiknum en  hann var stigahæstur hjá Utah ásamt Paul Millsap en þeir gerðu 22 stig hvor. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 19 en Andrew Bynum tók hvorki fleiri né færri en 23 fráköst í leiknum.

Paul Pierce skoraði 18 stig fyrir Boston Celtics og Rajon Rondo átti 13 stoðsendingar þegar  liðið vann Philadelphia 76ers á heimavelli, 99:82.

Paul Parker skoraði 26 stig fyrir topplið San Antonio Spurs sem vann Atlanta Hawks á útivelli, 97:90.

Dwight Howard skoraði 18 stig og tók 17 fráköst fyrir Orlando Magic sem vann Milwaukee Bucks, 78:72.

Toney Douglas skoraði 28 stig fyrir New York Knicks sem vann Toronto Raptors,  131:118, og liðið jafnaði þar hæsta stigaskor sitt á tímabilinu. DeMar DeRozan skoraði 36 stig fyrir Kanadaliðið.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - San Antonio 90:97
Cleveland - Charlotte 99:89
New Jersey - Minnesota 107:105
Orlando - Milwaukee 78:72
Washington - Detroit 107:105
Boston - Philadelphia 99:82
New York - Toronto 131:118
Chicago - Phoenix 97:94
Memphis - LA Clippers 81:82
Houston - Sacramento 101:104
Denver - Oklahoma City 94:101
Portland - Golden State 87:108
LA Lakers - Utah 85:86

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert