Þriðja tap Lakers í röð

Andrew Bogut miðherji Milwaukee sendir boltann framhjá Joel Anthony og …
Andrew Bogut miðherji Milwaukee sendir boltann framhjá Joel Anthony og Mike Miller hjá Miami í leik liðanna í nótt. Reuters

Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu í nótt þriðja leik sínum í röð í NBA-deildinni í körfubolta, 95:87 gegn Golden State Warriors í Oakland, og eiga þar með ekki lengur möguleika á að velta San Antonio Spurs úr efsta sæti Vesturdeildarinnar.

Monta Ellis skoraði 26 stig fyrir Golden State og David Lee skoraði 22 og tók 17 fráköst. Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 18 en þeir töpuðu fyrir Utah Jazz á heimavelli í fyrrinótt.

„Þeir hvíldu sig í kvöld," svaraði Phil Jackson hinn reyndi þjálfari Lakers þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði ekki hvílt neina af lykilmönnum sínum fyrir úrslitakeppnina.

Manu Ginobili skoraði 25 stig fyrir San Antonio Spurs sem vann Sacramento Kings auðveldlega,  124:92. Þar með náði Spurs 60. sigrinum í 79 leikjum á tímabilinu og þetta er í fjórða sinn í sögunni sem liðið vinnur 60 leiki í deildinni. Þetta var ennfremur stærsti sigur Spurs í vetur.

LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami Heat en lið hans tapaði samt á heimavelli fyrir Milwaukee Bucks, 85:90.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Orlando 102:111 Eftir framlengingu.
Indiana - Washington 136:112
Philadelphia - New York 92:97
Toronto - Cleveland 96:104
Detroit - New Jersey 116:109
Miami - Milwaukee 85:90
Minnesota - Phoenix 98:108
New Orleans - Houston 101:93
Oklahoma City - LA Clippers 112:108
San Antonio - Sacramento 124:92
Dallas - Denver 96:104
Golden State - LA Lakers 95:87

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert