Fimmta tapið hjá Lakers í röð

Paul Pierce hjá Boston og Dwyane Wade hjá Miami áttu …
Paul Pierce hjá Boston og Dwyane Wade hjá Miami áttu eitthvað vantalað í leik liðanna í nótt en félagar þeirra reyndu að skilja þá að. Reuters

Meistarar Los Angeles Lakers fara ekki með neinum glæsibrag inní úrslitakeppni NBA í körfubolta því í nótt töpuðu þeir fimmta leik sínum í röð, 106:120 á heimavelli fyrir Oklahoma City Thunder.

Lakers á tvo leiki eftir í deildinni áður en úrslitakeppnin hefst og er nú jafntt Dallas Mavericks í 2.-3. sæti Vesturdeildar, með Oklahoma einum sigurleik á eftir. Það er því tvísýnn slagur enn eftir um sæti tvö til fjögur í deildinni.

Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Oklahoma og Kobe Bryant 31 fyrir Lakers.

Miami Heat fór uppfyrir Boston Celtics og í annað sæti Austurdeildar með afgerandi sigri í leik liðanna á Flórída, 100:77. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Paul Pierce 24 fyrir Boston.

Úrslitin í nótt:

Orlando - Chicago 99:102
Miami - Boston 100:77
Charlotte - Detroit 101:112
Toronto - New Jersey 99:92
Memphis - New Orleans 111:89
Indiana - New York 109:110
Dallas - Phoenix 115:90
Golden State - Sacramento 103:104
LA Lakers - Oklahoma City 106:120

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert