Miami tryggði sér annað sætið

Joel Anthony miðherji Miami gómar boltann í leiknum við Atlanta …
Joel Anthony miðherji Miami gómar boltann í leiknum við Atlanta í nótt en Joe Johnson og Zaza Pachulia sækja að honum. Reuters

Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeild NBA í körfubolta með því að sigra Atlanta Hawks, 98:90, á útivelli í nótt á meðan Boston Celtics sótti Washington Wizards heim og tapaði, 95:94. Þá komst Dallas Mavericks upp fyrir LA Lakers og í annað sæti Vesturdeildar.

LeBron James var í aðalhlutverki hjá Miami með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta.

Leikur Washington og Boston var framlengdur en heimamenn í Washington jöfnuðu á ævintýralegan hátt í 84:84 í lokin eftir að hafa verið undir, 77:83, þegar ein mínúta var eftir. John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington og Jordan Crawford tryggði höfuðborgarliðinu sigur með þriggja stiga körfu. Þeir Jeff Green og Glen Davis skoruðu 20 stig hvor fyrir Boston en Doc Rivers þjálfari Boston hvíldi stjörnurnar Ray Allen, Kevin Garnett, Paul Pierce og Rajon Rondo.

Dallas vann Houston Rockets, 98:91, í framlengdum slag Texasliðanna í Houston og ógnar því nú alvarlega að hirða annað sætið af meisturum Lakers á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig fyrir Dallas og tók 12 fráköst. Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston.

Úrslitin í nótt:

Atlanta - Miami 90:98
New Jersey - Charlotte 103:105
Philadelphia - Orlando 85:95
Washington - Boston 95:94 Eftir framlengingu
Detroit - Cleveland 101:110
Milwaukee - Toronto 93:86
New Orleans - Utah 78:90
Houston - Dallas 91:98 Eftir framlengingu
Denver - Golden State 134:111
Phoenix - Minnesota 135:127 Eftir framlengingu
Sacramento - Oklahoma City 112:120

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert