Hlynur rekinn af velli í tapi Sundsvall

Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tapaði fyrsta leiknum gegn Norrköping Dolphins á heimavelli, 79:78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í körfuknattleik. Hlynur var rekinn af velli í upphafi fjórða leikhluta eftir viðskipti við leikmann Norrköping en báðir voru þeir sendir í bað og gætu farið í leikbann.

Hlynur skoraði 14 stig í leiknum og tók 8 fráköst en Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig, tók 4 fráköst og átti 3 stoðsendingar.

Leikurinn var æsispennandi á lokakafla leiksins en Norrköping skoraði sigurkörfu leiksins þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert