Sundsvall jafnaði metin

Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. hag / Haraldur Guðjónsson

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons jafnaði metin í 1:1 gegn Norrköping í úrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið hrósaði sigri í öðrum leik liðanna í Norrköping í kvöld, 94:93. Minnstu munaði að Sundsvall kastaði frá sér sigrinum. Liðið var yfir, 94:80, þegar þrjár mínútur voru eftir en heimamenn skoruðu 13 síðustu stigin og áttu möguleika á að tryggja sér sigur undir lokin.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 16 stig fyrir Sundsvall, tók 3 fráköst og átti 3 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og átti 2 stoðsendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka