Sundsvall komið með undirtökin

Hlynur Bæringsson var öflugur í kvöld.
Hlynur Bæringsson var öflugur í kvöld. mbl.is/hag

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons náði í kvöld 2:1 forystu í einvíginu við Norrköping Dolphins um sænska meistaratitilinn í körfuknattleik með því að vinna þriðja leik liðanna á heimavelli, 80:70.

Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig fyrir Sundsvall, tók 10 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig, tók 2 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Íslensku landsliðsmennirnir léku mest allra í liði Sundsvall í kvöld.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Norrköping á fimmtudagskvöldið en fjóra sigra þarf til að tryggja sér meistaratitilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert