Dallas jafnaði metin

Dirk Nowitzk og Dwyane Wadeí baráttu undir körfunni.
Dirk Nowitzk og Dwyane Wadeí baráttu undir körfunni. Reuters

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki átti stóran þátt í að tryggja Dallas sigur gegn Miami í fjórða úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í nótt. Dallas hafði betur á heimavelli, 86:83, og jafnaði metin í 2:2 í einvígi liðanna.

Nowitzki skoraði 10 stig í fjórða leikhlutanum, þar af fjögur af síðustu sex stigum liðsins. Þjóðverjinn sterki skoraði alls 21 stig í leiknum, Jason Terry kom næstur með 17 og Shawn Marion setti niður 16 stig.

Hjá Miami var Dwyane Wade atkvæðamestur með 32 sig og Chris Bosh skoraði 24 en LeBron James skoraði aðeins 8 stig í leiknum en hann hitti úr þremur af 11 skotum í leiknum.

,,Þetta leit ekkert vel út en okkar barátta og góður varnarleikur skilaði sigri,“ sagði Nowitzki eftir leikinn en hann gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum.

Fimmti leikurinn fer einnig fram í Dallas en síðan lýkur einvíginu í Miami, með einum eða tveimur leikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert