Dallas NBA-meistari í fyrsta skipti

Jason Terry átti stórleik með Dallas í nótt og er …
Jason Terry átti stórleik með Dallas í nótt og er hér í baráttu við LeBron James. Reuters

Dallas Mavericks tryggði sér rétt í þessu NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í fyrsta skipti með því að sigra Miami Heat á útivelli, 105:95, í sjötta úrslitaleik liðanna og vann þar með úrslitaeinvígið 4:2.

Dallas var yfir eftir fyrsta leikhluta, 32:27, og í hálfleik, 53:51. Eftir þriðja leikhluta var staðan 81:72 og Dallas hélt 8-12 stiga forskoti á lokamínútunum. Úrslitin voru ráðin á lokamínútunni þegar Dallas var komið í 105:92.

Leikmenn liðsins stigu stríðsdans í leikslok í American Airlines höllinni í Miami, nema hvað  Dirk Nowitzki hljóp beint inní búningsklefa.

Jason Terry átti stórleik með Dallas en hann skoraði 27 stig og Dirk Nowitzki skoraði 21 og tók 11 fráköst. J.J. Barea skoraði 15 stig og Shawn Marion 12. Jason Kidd gerði 9 stig og átti 8 stoðsendingar.

Lið Miami þoldi ekki pressuna og engin af stjörnunum þremur náði að taka af skarið. LeBron James skoraði 21 stig og átti 6 stoðsendingar, Chris Bosh skoraði 19 stig og tók 8 fráköst, Mario Chalmers skoraði 18 stig og Dwyane Wade 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert