Búið að fresta upphafi NBA-deildarinnar

Spánverjinn Pau Gasol leikmaður LA Lakers.
Spánverjinn Pau Gasol leikmaður LA Lakers. Reuters

Keppni í NBA-deildinni í körfuknattleik er í uppnámi en nú hefur verið að ákveða að fresta upphafi leiktíðarinnar um tvær vikur í það minnsta en sem kunnugt hafa hafa leikmannasamtökin og eigendur félaganna ekki náð samkomulagi um skiptingu á tekjum.

Ótal fundir hafa verið haldnir á milli deiluaðila en þeir hafa enn sem komið er ekki skilað neinum árangri. Eigendur félaganna vilja draga úr tekjum leikmanna þar sem félögin eru mörg hver rekin með miklum halla. Þeir vilja lækka tekjuhlutfallið úr 57% niður í 43% en það taka leikmannasamtökin ekki í mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert