Snæfell er komið í undanúrslitin

Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli og Sigurjón Örn Lárusson úr …
Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli og Sigurjón Örn Lárusson úr Snæfelli. mbl.is/Golli

Snæfell tryggði sér í gærkvöld sigur í C-riðli Lengjubikars karla í körfuknattleik með því að sigra Stjörnuna, 94:84, í hreinum úrslitaleik í Stykkishólmi.

Snæfell verður því eitt fjögurra liða sem leika til úrslita í keppninni um næstu helgi og mætir annaðhvort Keflavík eða Njarðvík í undanúrslitum. Quincy Hankins-Cole var í aðalhlutverki hjá Snæfelli, skoraði 28 stig og tók 11 fráköst, en Justin Shouse gerði 29 stig fyrir Stjörnuna.

KR burstaði ÍR, 94:58, í A-riðli en verður að treysta á að Þór úr Þorlákshöfn tapi fyrir Skallagrími í kvöld til að komast í undanúrslitin. Vinni Þórarar leikinn mæta þeir Grindavík sem hefur þegar tryggt sér sigur í B-riðli.

KR - ÍR 94:58

DHL-höllin, Lengjubikar karlar, 27. nóvember 2011.

Gangur leiksins: 6:4, 11:6, 20:14, 30:20, 34:24, 40:28, 48:33, 51:41, 54:43, 61:45, 67:49, 75:53, 77:54, 79:56, 87:58, 94:58.

KR: Finnur Atli Magnusson 19/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 16/4 fráköst, David Tairu 9/4 fráköst, Martin Hermannsson 9/10 fráköst, Kristófer Acox 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Ólafur Már Ægisson 4/4 fráköst.

Fráköst: 39 í vörn, 13 í sókn.

ÍR: Nemanja Sovic 16/6 fráköst, Robert Jarvis 15, Hjalti Friðriksson 15, Þorvaldur Hauksson 5, James Bartolotta 5/6 fráköst, Ellert Arnarson 2/4 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. 

Fjölnir - KFÍ 94:93

Dalhús, Lengjubikar karlar, 27. nóvember 2011.

Gangur leiksins: 2:5, 6:12, 16:20, 23:31, 30:39, 38:44, 46:48, 48:51, 54:56, 57:67, 64:70, 69:77, 73:79, 81:82, 84:86, 94:93.

Fjölnir: Nathan Walkup 32/18 fráköst, Jón Sverrisson 20/14 fráköst/5 stoðsendingar, Calvin O'Neal 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Tómas Daði Bessason 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Trausti Eiríksson 4/6 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 stoðsendingar.

Fráköst: 31 í vörn, 20 í sókn.

KFÍ: Craig Schoen 28/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ari Gylfason 24/9 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 16/6 fráköst, Jón H. Baldvinsson 11/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 7, Kristján Andrésson 5, Leó Sigurðsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Georg Andersen. 

Snæfell - Stjarnan 94:84

Stykkishólmur, Lengjubikar karlar, 27. nóvember 2011.

Gangur leiksins: 2:4, 7:6, 14:10, 24:14, 33:19, 37:26, 40:32, 42:41, 49:45, 55:50, 63:54, 68:59, 78:64, 80:75, 87:80, 94:84.

Snæfell: Quincy Hankins-Cole 28/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21, Marquis Sheldon Hall 14/7 stoðsendingar/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Torfason 9/10 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Stjarnan: Justin Shouse 29/4 fráköst, Keith Cothran 20/5 fráköst/5 stolnir, Fannar Freyr Helgason 12/11 fráköst, Guðjón Lárusson 10/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 10/5 fráköst/4 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka