Hlutabréf Fjölnispilta rjúka upp

Árni Ragnarsson úr Fjölni og Marquis Hall úr Snæfelli í …
Árni Ragnarsson úr Fjölni og Marquis Hall úr Snæfelli í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Kristinn

Í gærkveldi mættust Fjölnir og Snæfell í Grafarvoginum. Snæfellsliðið búið að valda vonbrigðum það sem af er vetri á meðan hlutabréf Fjölnismanna hafa rokið upp miðað við spákaupmennsku fyrir tímabilið. Vísitalan hjá Fjölnismönnum tók enga dýfu, þeir unnu glæsilegan og sanngjarnan sigur á Snæfelli, 103:95.

Jafnræði var á flestum vígstöðvum tölfræðinnar í fyrri hálfeik; fyrir utan skelfilegar skotprósentur gestanna. Quincy Cole hélt lífi í gestunum, ásamt landa sínum Marquis Hall en saman voru þeir með 25 stig og 18 fráköst í hálfleiknum. Andleg deyfð gestanna var mjög áberandi á meðan heimamenn sýndu áræðni og baráttu sem skilaði sér í 41:35 forystu í hálfleik.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert