Loks sigur hjá Lakers

Kobe Bryant og Mike Brown þjálfari LA Lakers.
Kobe Bryant og Mike Brown þjálfari LA Lakers. Reuters

Kobe Bryant og félagar  í LA Lakers ráku af sér slyðruorðið í gærkvöldi þegar þeir unnu Utah, 96:71, í NBA-deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum. Þeir höfðu þurft að sætta sig við tap í tveimur fyrstu leikjum sínum á keppnistímabilinu sem hófst á jóladag.

Sigur Lakers var öruggur gegn Utah sem var að leika í fyrsta sinn á keppnistímabilinu og var það greinilegt á framgöngu leikmanna. M.a. var skotnýting þeirra utan af leikvelli aðeins 32%.

Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 22 auk þess sem hann tók níu fráköst. Paul Milsap skoraði 18 stig fyrir Utah og var stigahæstur.

Miami vann annan leik sinn á keppnistímabilinu þegar það lagði Boston, 115:107. Bostonliðar mega hinsvegar bíta í það súra epli að vera enn án sigurs. LeBron James skoraði 26 stig fyrir Miami og Dwyane Wade gerði 24 stig auk þess að eiga átta stoðsendingar og verja fjögur skot. Norris Cole skoraði 20 stig, þar af 14 í síðasta leikhluta.

Ray Allen skoraði skoraði 28 stig fyrir Boston og Rajon Rondo kom næstur með 22 stig og 12 stoðsendingar.

Fimm leikir fór fram í NBA-deildinni í nótt. Úrslit þeirra voru eftirfarandi:

Atlanta - New Jersey 106:70
Milwakee - Minnesota 98:95
LA Lakers - Utah 96:71
Miami - Boston 115:107
Portland - Sacramento 101:79

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka