LeBron James hélt upp á 27 ára afmælisdag sinn í gær með því að skora 34 stig í sigri Miami á Minnesota í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik. Miami hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína í deildinni á tímabilinu.
Dwayne Wade var með 19 stig fyrir Miami en hjá Minnesota skoraði Kevin Love 25 stig.
Boston hafði betur gegn Detroit, 96:85, þar sem Jermaine O'Neal var stigahæstur í liði Boston og þeir Ray Allen og Brandon Bass voru með 17 stig hvor. Hjá Detroit var Greg Monroe með 22 stig.
Dallas tókst að innbyrða sinn fyrsta sigur með því að leggja Toronto, 99:86. Ian Mahinmi skoraði 19 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki 18. Andrea Bargnani var með 30 stig fyrir Toronto.
Utah hafði betur gegn Philadelphia í spennandi leik, 102:99. Derrick Favors skoraði 20 stig fyrir Utah og Devin Harris 19 en hjá Philadelphia var Jrue Holiday stigahæstur með 22 stig.
Úrslitin í nótt:
Orlando - Charlotte 100:79
Indiana - Cleveland 98:91
Atlanta - New Jersey 105:98
Boston - Detroit 96:85
Houston - Memphis 93:113
Miami - Minnesota 103:101
Phoenix - New Orleans 93:78
Dallas - Toronto 99:86
Milwaukee - Washington 102:81
Philadelphia - Utah 99:102
Chicago - LA Clippers