Snæfell skrefi nær Laugardalshöll

Justin Shouse í leiknum í dag.
Justin Shouse í leiknum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Snæfell kom sér skrefi nær Laugardalshöllinni í dag með því að vinna Stjörnuna í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ 68:73. Góður varnarleikur hjá Snæfellingum og skelfilegur sóknarleikur hjá Stjörnunni varð heimamönnum að falli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hállfeik en Snæfell náði svo tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta sem þeir héldu nokkurn vegin út allan leikinn.

Það vantaði mikið upp á leik Stjörnunnar og þá sérstaklega skotnýtinguna en Justin Shouse var stigahæstur með 17 stig en mjög lélega nýtingu. Hjá Gestunum var það Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem spilaði mjög vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Hann var með 21 stig.

40. Leik lokið með sigri Snæfells.

39. Þjálfarar liðanna taka leikhlé til skiptis en staðan er 66:71 þegar 11 sekúndur eru eftir.

39. Átján sekúndur eftir og munurinn nú aðeins fimm stig 64:69. Þetta er mögulegt en það þarf mikið að gerast.

37. Þegar um þrjár mínútur eru eftir af leiknum tekur Teitur Örlygsson leikhlé og ræðir við sína menn. Það fer hver að verða síðastur hjá Stjörnunni en staðan er 54:66.

35. Þegar aðeins fimm mínútur eru eftir af leiknum er staðan 49:59 og Stjarnan á leið út úr bikarkeppninni eins og staðan er núna. Marvin og Jón Ólafur eru báðir komnir með fimm villur og það fyrir nokkru síðan.

30. Hafþór Ingi gerði síðustu þrjú stig 3. leikhluta fyrir Snæfell og jók muninn aftur í 10 stig 44:54. Þetta lítur því vel út fyrir gestina fyrir síðasta leikhlutann en mikið þarf að breytast hjá Stjörnunni ætli þeir að snúa stöðunni sér í hag.

28. Snæfell skorar 10 stig í röð og staðan orðin 39:49. Frábær kafli hjá gestunum og Stjarnan veitir þeim litla mótspyrnu þessa stundina.

25. Staðan er jöfn þegar 3. leikhluti er nánast hálfnaður, 39:39. Marvin Valdimarsson sem er kominn með 4 villur hjá Stjörnunni jafnaði metin með góðu þriggjastiga skoti. Það er meiri hraði í leiknum nú en í fyrri hálfleik.

21. Seinni hálfleikur er hafinn og það var Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem skoraði fyrstu stigin og jók muninn í fimm stig 30:35. Þá er rétt að geta þess að Njarðvík er komið í 8-liða úrslitin eftir sigur á Hetti fyrr í dag og þá tryggði KFÍ áframhaldandi þátttöku sína í bikarnum með því að vinna Breiðablik fyrr í dag.

20. Hálfleikur - Það er lítið skorað í Garðabænum í dag en staðan er 30:33 gestunum í vil. Jón Ólafur Jónsson fékk dæmda á sig fjórðu villuna undir lok hálfleiksins og því komin í mikil vandræði og tekur líklega lítið þátt í seinni hálfleik. Justin Shouse er stigahæstur hjá heimamönnum með 14 stig og Keith Cothran er með átta. Hjá gestunum er það Quincy Hankins-Cole sem er með 11 stig og áður nefndur Jón Ólafur er með 7 stig. Þessu er hvergi nærri lokið enda þrjú stig enginn munur og þurfa bæði lið nú að einbeita sér að því að koma boltanum í körfuna en varnir liðanna hafa verið mjög góðar.

16. EFtir fimm og hálfa mínútu skorað Stjarnan loks sín fyrstu stig í fjórðungnum. Það var Marvin Valdimarsson sem gerði það og það var einnig brotið á honum og jafnaði hann metin 26:26 með því að setja niður vítaskotið.

15. Stjarnan hefur ekki náð að skora í öðrum leikhluta þó fimm mínútur séu liðnar af honum. Fátt gengur upp í sóknarleiknum sem er hægur þessa stundina hjá heimamönnum. Gestirnir nýta sér það og er staðan 23:25.

12. Það liðu tæpar tvær mínútur þangað til Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði fyrstu stig 2. leikhluta og það úr vítaskoti fyrir Snæfell. Annað fylgdi svo í kjölfarið og staðan því 23:21. Leikmenn hinsvegar ekki að finna réttu leiðina í hringinn.

10. Fyrsta leikhluta er lokið og er staðan. Stjarnan átti fínan kafla undir lok leikhlutans og náði frumkvæðinu fyrir annan leikhluta eftir að hafa verið undir framan af. Justin Shouse er með 10 stig fyrir Stjörnuna en Jón Ólafur og Quincy Hankins-Cole báðir með 7 stig hjá gestunum.

5. Staðan þegar rétt um fimm mínútur eru búnar er 11:12 Snæfelli í vil gegn Stjörnunni. Fín byrjun hjá gestunum gegn Stjörnunni sem er öflug á heimavelli.

Fannar Freyr Helgason verður vafalaust í baráttunni á móti Snæfelli …
Fannar Freyr Helgason verður vafalaust í baráttunni á móti Snæfelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Jón Ólafur Jónsson sækir að körfu Stjörnunnar fyrr í vetur.
Jón Ólafur Jónsson sækir að körfu Stjörnunnar fyrr í vetur. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert