Durant var bjargvættur Oklahoma

Kevin Durant skorar magnaða körfu fyrir Oklahoma undir lokin gegn …
Kevin Durant skorar magnaða körfu fyrir Oklahoma undir lokin gegn Golden State. Reuters

Kevin Durant reyndist toppliðinu Oklahoma City Thunder enn og aftur mikilvægur þegar hann átti stærstan þátt í sigri liðsins á Golden State Warriors á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, 119:116.

Golden State, með Monta Ellis í banastuði, var yfir lengst af en Ellis skoraði 48 stig í leiknum. Durant kom hinsvegar Oklahoma yfir, 117:116, með glæsilegu langskoti þegar 14 sekúndur voru eftir og það vóg þyngst.

Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma í leiknum, og tók auk þess 10 fráköst og átti 7 stoðsendingar, og Russell Westbrook 31 stig. David Lee var með þrefalda tvennu fyrir Golden State, 25 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.

Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir Miami Heat sem vann Cleveland Cavaliers, 107:91.

Paul Pierce fór uppfyrir Larry Bird og er orðinn annar stigahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi en hann skoraði 15 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst í sigri liðsins á Charlotte Bobcats, 94:84.

Úrslitin í nótt:

Indiana - Utah 104:99
Boston - Charlotte 94:84
Miami - Cleveland 107:91
Milwaukee - Phoenix 105:107
Minnesota - Sacramento 86:84
Golden State - Oklahoma City 116:119

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert